Ríkisstjórnin standi við fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms

Á fundi sambandsstjórnar í dag afhenti formaður Samiðnar Hilmar Harðarson mennta- og menningarmálaráðherra áskorun þar sem yfirvöld menntamála eru hvött til að standa við fögur fyrirheit um eflingu verk- og tæknináms.  Hilmar lýsti yfir fullum samstarfsvilja Samiðnar til að hrinda slíkum áformum í framvæmd og hefja markvissar aðgerðar svo hægt sé að byggja upp verknámsskóla sem boðið geta ungu fólki nútímalegt og framsækið nám.

Á fundinum ítrekaði sambandsstjórnin jafnframt fyrri áskoranir um afnám tekjutengingar í almannatryggingakerfinu vegna greiðslna lífeyris frá lífeyrissjóðunum.

Fundurinn samþykkti sömuleiðis áherslur Samiðnar fyrir komandi kjarasamningsviðræður þar sem fram kemur að nauðsynlegt sé að bregðast við þeim miklu breytingum sem orðið hafa á íslenskum vinnumarkaði með tilkomu mikils fjölda erlends vinnuafls.

>> Sjá samþykkt um eflingu verk- og tæknináms

>> Sjá áskorun um tekjutengingar

>> Sjá áherslur í kjarasamningsviðræðunum