Nýr kjarasamningur við Samtök atvinnulífsins

Alþýðusamband Íslands f.h. aðildarfélaga og Samtök atvinnulífsins undirrituðu í dag nýjan kjarasamning með gildistíma frá 1. janúar s.l. til ársloka 2018.  Atkvæðagreiðsla um samninginn verður kynnt á næstu dögum en henni þarf að vera lokið fyrir 26. febrúar n.k. Kjarasamningurinn felur í sér verulegar viðbætur við þær hækkanir sem samið var um á síðasta ári og byggir á rammasamkomulagi aðila vinnumarkaðarins frá 27. október s.l. og bókun um lífeyrisréttindi frá 5. maí 2011 og er ætlað að tryggja jafnræði í kjaraþróun á grundvelli sameiginlegrar launastefnu og jöfnun lífeyrisréttinda.

Sjá kynningu       –      Sjá samninginn

> Sjá samning við Bílgreinasambandið

> Sjá samning við Félag pípulagningameistara

> Sjá samning við Samband garðyrkjubænda